Ráðgjafaþjónusta

HLH veitir sérsniðna ráðgjöf í rekstri og stjórnsýslu sveitarfélaga, opinberra stofnanna og fyrirtækja

Um okkur

Markmið okkar er að veita þjónustu sem bæðir styrkir og bætir rekstur og þjónustu okkar viðskiptavina.

HLH hefur áratuga reynslu við ráðgjöf á stjórnskipulagi, fjármálum og rekstri sveitarfélaga og fyrirtækja.
Við höfum framkvæmt heildarúttektir á stjórnskipulagi og rekstri um 25% sveitarfélaga landsins.
Við höfum meðal annars sérhæft okkur í rekstri í málefnum fatlaðs fólks og aldraðra og komið að stofnun sjálfseignastofnana varðandi byggingu og rekstur leiguíbúða fyrir fatlað fólk.
Við höfum veitt ráðgjöf við sameiningu sveitarfélaga, t.d. sameiningu sveitarfélaga í Vestur-Húnavatnssýslu, sveitarfélaga í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar o.fl.

Haraldur L. Haraldsson

Haraldur L. Haraldsson hefur áratuga reynslu þegar kemur að rekstri, stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga og fyrirtækja. Hann hefur starfað sem bæjar- og sveitarstjóri í yfir 20 ár hjá Ísafjarðarbæ, Dalabyggð og Hafnarfjarðarkaupstað. Hann hefur einnig umtalsverða reynslu af ráðgjöf til annarra opinberra aðila og aðstoð við stofnun og reksturs fyrirtækja. 

Haraldur er með B.Sc gráðu og M.Sc gráðu í hagfræði frá Queen Mary, University of London.

855 5217

Arnar Haraldsson

Arnar Haraldsson hefur sinnt ráðgjafarstörfum fyrir sveitafélög. Áður hafði Arnar starfað sem vátryggingarráðgjafi og sérfræðingur í einstaklings- og markaðsmálum hjá TM.

Arnar er með BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjármál frá Háskóla Íslands og stundar nú meistaranám í fjármálum við sama skóla. Í námi sínu hefur hann lagt áherslu á rekstur og fjármál sveitafélaga. BS verkefni Arnars fjallaði um hvernig Langanesbyggð gæti bætt rekstur grunn- og leikskóla sveitarfélagsins.

846 6726

Þjónusta

HLH veitir alhliða ráðgjöf sem byggð er á hugmyndafræði sem þróuð hefur verið samhliða áratuga reynslu af úttektum á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitafélaga.

Við höfum meðal annars sérhæft okkur:

  • á sviði stjórnsýslu, rekstri og málefnum sveitarfélaga almennt
  • við sameiningu sveitarfélaga 
  • í rekstri og fjármálum fyrirtækja og opinberra stofnanna
  • í fjárhagslegum samskiptum milli ríkis og sveitarfélaga
  • við mat á fjárfestingum og skuldbindingum sveitarfélaga
  • við arðsemismat verkefna 
  • við endurfjármögnun lána

Hafðu samband

Til að hafa samband við okkur sendu línu á hlh@hlh.is eða hringdu í okkur í síma 855 5217.